
Arnar peysa dregur innblástur sinn frá peysum sjómanna í kringum 1950, en þær voru þekktar fyrir löng stroff og góðan og þéttan rúllukraga. Peysan er framleidd úr „Soft Donegal“ garni frá Englandi, en það er merinoullar blanda.
Í þessari útgáfu af Arnari peysu er gult neonlitað garn blandað saman við ullina en þessi litasamsetning gefur peysunni ferskt og nútímalegt útlit.
- 88% Soft Donegal // 12% Nomex
- Framleidd í Litháen
- Soft Donegal garn frá Englandi
- Nomex garn frá Austurríki
- Handþvottur í volgu vatni
- Módel er 191 cm og er í stærð M