
Funi trefill hefur verið hluti af Geysis línunni í mörg ár. Funi er framleiddur á Ítalíu úr íslenskri ull þarsem tveit litir tvinnast saman til að mynda fallega litaáferð. Önnur hliðin er ýfð sem gerir ullina mjúka og þægilega. Trefillinn er langur og nýtist vel í köldum veðrum þegar gott er að vefja sig í hlýju.
- 100% íslensk ull
- Framleiddur á Ítalíu
- Garn frá Íslandi - framleitt hjá Ístex
- Ein stærð
- Handþvottur