
Snið Eitt situr þægilega ofan við mjaðmir og er með beinum og löngum skálmum. Efnið er nokkuð þykkt og gefur lítið eftir en buxurnar halda sér einstaklega vel.
Buxurnar eru gerðar úr vönduðu spænsku gallaefni og framleiddar á Norður-Ítalíu hjá litlu fjölskyldufyrirtæki sem hefur áratuga reynslu af framleiðslu á gallabuxum og fatnaði úr gallaefnum.
Gallabuxurnar okkar þekkjast á grænbláu saumunum við rassvasana og á innanverðum skálmum.
- 100% Bómull
- 14 OZ
- Framleiddar á Ítalíu
- Efni frá Spáni
- Módel er 175 cm og er í stærð 24