VERSLANIR OKKAR

Geysir Stores Reykjavik Geysir Stores Reykjavik

SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 7 & 16

Verslanir okkar við Skólavörðustíg leggja áherslu á vandaða hönnun frá Geysir sem og tískufatnað frá þekktum evrópskum merkjum.

Kvennfataverslun okkar stendur við Skólavörðustíg 7. Þar leggjum við höfuðáherslu á fatamerkið okkar, Geysir, hannað af Ernu Einarsdóttur, listrænum stjórnanda Geysis. Ásamt Geysir bjóðum við upp á mikið úrval vandaðra merkja, fatnað sem og aukahluti, þekkt skandinavísk merki á borð við Ganni, Stine Goya, Hope og Rodjeber en einnig bjóðum við upp á frönsk merki, A.P.C., Isabel Marant Etoilé og VEJA skó, sem og margt meira.

Verslun okkar við Skólavörðustíg 16 kom til vegna vaxandi áhuga á að bæti við vönduðum fatnaði og fallegri hönnun á karlmenn undir fatamerki okkar Geysir. Viðbrögð karlmanna hafa ekki leynt á sér og hafa þeir tekið fagnandi þessari viðbót við herratísku landsins. Auk þess að selja okkar eigin vörur bjóðum við uppá mjög vandað úrval fatamerkja frá evrópu, til dæmis AMI og A.P.C. frá Frakklandi, NN.07 og Soulland frá Danmörku og Hope frá Svíþjóð. Þá má einnig finna mikið úrval aukahluta í versluninni, töskur og skó.

Endilega kikið við í verslanir okkar í miðbæ Reykjavíkur og skoðið úrvalið. Við tökum vel á móti ykkur.

Skólavörðustígur 7
101 Reykjavík

Skólavörðustígur 16
101 Reykjavík

 Geysir Store Kringlan Shopping Mall

KRINGLAN

Í Kringlunni bjóðum við upp á kvennfatnað með vönduðu barnafataúrvali. Við leggjum að vanda áherslu á Geysir en að auki bjóðum við upp á úrval erlendra merkja sem slegið hafa í gegn hjá íslensku kvennþjóðinni. Þá má nefna Ganni, Stine Goya, Chie Mihara, Hope og Rodebjer. Barnafatamerkin As We Grow og FUB njóta sín í búðinni en einnig úrval af skófatnaði á börn og konur frá VEJA og Hunter. Í Kringlunni er einnig hægt að versla heimilisvörur frá Geysir, svo sem rúmfatnað og handklæði en einnig teppin okkar vinsælu og kertin.

 

Geysir Clothing Store Akureyri

AKUREYRI

Geysir á Akureyri er rótgróin verslun sem var opnuð 2011 og hefur vaxið æ síðan. Þar er hægt að versla vandaðar Geysis vörur á konur og menn sem og heimilisvörur frá okkur. Að auki bjóðum við upp á úrval af erlendum merkjum á borð við Ganni, Stine Goya og Armor Lux. 

GEYSIR HEIMA

Geysir Heima er nýjasta viðbótin í "Geysis fjölskylduna!" við Skólavörðustíg. Búðin stendur við númer 12 og er ská á móti kvennfataverslun okkar við sömu götu.

Í Geysir Heima bjóðum við uppá vörur fyrir heimilið, allt frá handblásnum dönskum glervösum yfir í kolla og ljós Finnlandi. Þekkt merki á borð við Artek, Serax og Tekla fást í verslun okkar í bland við fallega hönnun minni merkja á borð við Studio Emma og Helle Mardahl. 

Við bjóðum upp á mikið úrval Geysis hönnunar í versluninni, rúmföt, handklæði, teppi og kertin okkar en í Heima er stærsta úrval heimilisvöru frá Geysir.

Skólavörðustígur 12
101 Reykjavík


Haukadalur Geysir Shops 

HAUKADALUR

Geysir í Haukadal er fyrsta verslun okkar, opnuð 2008. Þar er stór Geysis verslun þarsem finna má allar nýjar vörur frá Geysir sem og gamla demanta sem leynast inn á milli nýrra vara. Í Haukadal má einnig versla Hunter og Barbour jakka, fullkomið fyrir þá sem vilja finna vandaðar vörur í sveitinni. 

Haukadalur
801 Selfoss