
Snið Átta er miðlungs hátt í mittið með tölum að framan og "tapered" skálmum. Sniðið passar vel bæði sem þröngar buxur en einnig sem "loose fit" ef tekin er stærri stærð en venjulega. Við mælum með að taka þessar buxur í Sniði Átta einni til tveim stærðum minni en venjulega er tekið vegna teygjanleika efnisins.
Buxurnar eru gerðar úr vönduðu spænsku gallaefni og framleiddar á Norður-Ítalíu hjá litlu fjölskyldufyrirtæki sem hefur áratuga reynslu af framleiðslu á gallabuxum og fatnaði úr gallaefnum.
Gallabuxurnar okkar þekkjast á grænbláu saumunum við rassvasana og á innanverðum skálmum.
- 98% Bómull // 2% Elastan
- 13,5 OZ - stretch
- Framleiddar á Ítalíu
- Efni frá Spáni
- Tölur að framan
- Módel er 175 cm og er í stærð 26