
Skyrtukjóll í afslöppuðu sniði úr cupro/ullar blöndu með belti í mittið. Kjóllinn er beinn í sniðinu og er hægt að nota með eða án beltis. Armvegur er sniðinn í heilu lagi og fellur því vel yfir axlir. Klaufar að neðan sem ná upp hliðarsaumana gefa kjólnum aukinn léttleika.
Cupro er umhverfisvænt efni framleitt úr cellulósa með matta en silkikennda áferð. Ullin gefur léttu efninu óvæntan hlýleika. Tölurnar eru ekta perlutölur í silfur gráum tón.
- 53% Cupro // 32% Viskós // 15% Ull
- Framleiddur í Litháen
- Efni frá Ítalíu
- Glansandi áferð
- "Mother of pearl" tölur
- Hreinsun
- Módel er 175 og er í stærð S